Search
  • Tel. +354 452-4300
  • textilsetur@simnet.is
Search Menu

LECTURE: Íslenska lopapeysan

3.000 kr.

(Sat. 12:15 to 13:30)

100 in stock

SKU: 401

Description

Date: Saturday, June 10, 2017
Time: 12:15 to 13:30
Location: Blönduskóli Room 6

Speaker: Ásdís Jóelsdóttir
Lecture Details:

Uppruni, saga og þróun íslensku lopapeysunnar

Í  kjölfar iðnbyltingarinnar í Evrópu minnkaði eftirspurnin eftir handunnum prjónavörum. Íslendingar gerðust þá hrávöruútflutningsþjóð á ullargærum, en til að anna þeirri eftirspurn var sauðfénu fjölgað í landinu, sem síðan var forsenda þess að hægt yrði að hefja hér vélvædda ullarframleiðslu. Í yfirferðinni er skoðað hvernig fátæka sveitakonan byrjaði að nýta vélkembda og óspunna ullarstrenginn til að prjóna úr og hvernig hringlaga munsturbekkurinn varð til vegna hugvits og listrænna hæfileika sömu kvenna.
Handverkið á bak við flíkina er einstakt, það að mögulegt sé að prjóna heila og meðalstóra peysu í einu samfelldu stykki með lausum og þykkum lykkjum, og þegar síðasta lykkjan er prjónuð og búið að fella af,  þá er peysan tilbúin til notkunar, eftir um það bil 10-15 vinnustundir. Sú útfærsla hefur gert það að verkum að nánast allir geta lært að prjóna lopapeysur, enda varð lopapeysuprjónið hluti af lífsviðurværi fjölmargra íslenskra heimila og í dag eru allmargir að prjóna fyrir ferðamennina sem hingað koma. Undir lok sjötta áratugarins er vöruheitið „Íslensk lopapeysa“ fullmótað og verður það einnig upphafið að ævintýralegri atburðarás þegar íslensk ullarframleiðsla verður að stórfelldum útflutningsiðnaði.
Lopapeysan hefur hin síðari ár verið mikilvæg fyrirmynd fyrir unga íslenska hönnuði sem sótt hafa innblástur í hráefni, útlit, handverk og þá ímynd sem lopapeysan stendur fyrir. Lopapeysan er talin vera einn besti og mest sýnilegi þjóðararfur Íslendinga þar sem hún sameinar mikla útsjónarsemi og hugvit og er því mikilvægur hlekkur í hönnunarsögu þjóðarinnar.