Search
  • Tel. +354 452-4300
  • textilsetur@simnet.is
Search Menu

LECTURE: Uppspuni – opnun á nýrri spunaverksmiðju – Hulda Brynjólfsdóttir

4.000 kr.

(Sun. 12:30 to 1:30pm)

200 in stock

SKU: 502 Category:

Description

Speaker: Hulda Brynjólfsdóttir
Location: Félagsheimilið/Bíósalur
Language: Icelandic
Date: Sunday, June 10, 2018
Time: 12:30 to 1:30pm

Lecture Description: Ég er fædd og alin upp í Hreiðurborg, Sandvíkurhreppi í Flóa við almenn sveitastörf með ólæknandi hestabakteríu og mikinn áhuga á kindum. Ég vann við tamningar og þjálfun með námi í samtals 17 ár. Fór á Hóla í Hjaltadal og útskrifaðist þaðan 1990 sem búfræðingur og tamningamaður. Árið 1992 eyðilagði ég á mér hnéð og varð að hætta hestamennsku að mestu. Eftir að hafa unnið ýmis störf, fór ég í kennaranám hjá KHÍ og byrjaði að kenna um leið,- fyrst sem leiðbeinandi, en síðan með full réttindi frá 2006. Sérgrein mín var yngri barna og smíða kennsla.
Ég kenndi samfellt í 15 ár og hætti því síðastliðið vor. Frá 2010 hef ég jafnframt verið bóndi og bý í Lækjartúni í Ásahreppi (Rang) ásamt manni mínum Tyrfingi Sveinssyni. Við erum með sauðfjárbú og holdanaut. Ég hef farið á þó nokkur námseikð í handspuna og meðferð ullar, litun, þæfingu og fleira. Árið 2017 fluttum við hjónin inn vélar frá Kanada sem fullvinna band úr ull og settum í gang 1. júlí það ár. Nú vinn ég fulla vinnu við að framleiða band úr eigin ull og fyrir aðra. Á Blönduósi í sumar, mun ég segja frá hvernig sú vinna fer fram.